Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Færri gista Hótel Löggu
Laugardagur 10. apríl 2010 kl. 12:47

Færri gista Hótel Löggu


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Notkun á fangahúsi lögreglustöðvarinnar við Hringbraut í Reykjanesbæ drógst nokkuð saman árið 2009 miðað við árið 2008. Vistanir í fangahúsinu voru 466 árið 2009 en voru 554 árið 2008 Fangar voru 443 árið 2007. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lögreglunnar á Suðurnsjum.

Helstu ástæður þess að aðilar voru færðir í fangahús voru eftirtaldar.
1. Áfengislög, ölvun á almannafæri
2. Varsla og meðferð ávana og fíkniefna
3. Ölvun við akstur
4. Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna
5. Þjófnaður
6. Flutningur fíkniefna milli landa
7. Líkamsárás, stórfelld
8. Lög um útlendinga
9. Skjalafals

Í 66 skipti dvöldu aðilar í meira en 24 klukkustundir í fangageymslu á lögreglustöðinni við Hringbraut. Helsta ástæðan fyrir því var vegna fíkniefnamála þar sem aðili var grunaður um að vera með fíkniefni innvortist og hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Einnig var fangahúsið talsvert notað sem gæsluvarðhaldsfangelsi þar sem fangelsi ríkisins voru full.