Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Færeyskt flug til Keflavíkurflugvallar
  • Færeyskt flug til Keflavíkurflugvallar
    Starfsmenn IGS þjónusta þotuna í hádeginu. VF-myndir: Hilmar Bragi
Mánudagur 10. febrúar 2014 kl. 14:25

Færeyskt flug til Keflavíkurflugvallar

– Airbus-þota Atlantic Airways lenti í Keflavík í hádeginu.

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways er byrjað áætlunarflug milli Færeyja og Keflavíkurflugvallar. Airbus-þota félagsins lenti í Keflavík í hádeginu. Flugið verður tímabundið milli Þórshafnar og Keflavíkurflugvallar á meðan beðið er svara íslenskra flugmálayfirvalda hvort Færeyingar megi nota nýjustu þotu sína á Reykjavíkurflugvelli. Þotan er 132 sæta og sú stærsta sem myndi nota Reykjavíkurflugvöll að staðaldri.

Færeyingar hafa undanfarin 25 ár notað 95 sæta British Aerospace-þotur og hafa þetta verið stærstu vélarnar sem nota Reykjavíkurflugvöll að staðaldri. Þeir eiga hins vegar bara eina slíka vél eftir og þar sem hún verður frá vegna viðhalds næstu tvær vikur hið minnsta vilja þeir í staðinn fá að nota Airbus-þotuna, segir í frétt á Vísi.is um málið.

Búist er við að færeyska flugið verði um Keflavíkurflugvöll a.m.k. úr febrúar en nýlega var greint frá því að a.m.k. eitt flug í viku verði um Keflavíkurflugvöll til frambúðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024