Færður á HSS eftir árás
Lögreglumenn á eftirliti á Hafnargötu í Reykjanesbæ um hálf sex leytið í morgun hittu þar fyrir mann sem var töluvert blóðugur í framan og með skurð á höfði. Hann tjáði lögreglumönnum að á sig hafi verið ráðist inn á skemmtistaðnum H-punktinum á Hafnargötu í Keflavík. Maðurinn var færður undir læknishendur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er vitað hver árásarmaðurinn er.