Færð tekin að þyngjast
Færð er að þyngjast á Suðurnesjum. Bifreiðar á leið í Garð og Sandgerði hafa lent í blindhríð og meðalhraðinn er 30-40 km./klst. Fáir eru á ferli enda minnast menn óvðeursins á dögunum og vilja ekki vera fastir úti í nóttinni í marga klukkutíma.Lögreglan hefur þurft að aðstoða bíla sem lent hafa út fyrir veg. Þegar þetta er skrifað kl. 23:16 er hins vegar bloti kominn í snjóinn og því ekki mikil hætta á skafrenningi. Það spáir slæmu veðri fyrir nóttina og menn við öllu búnir.