Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Færð spillist hratt á Suðurnesjum
Svona var útsýnið á Strandarheiði nú áðan. Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 27. desember 2022 kl. 00:57

Færð spillist hratt á Suðurnesjum

Færð er að spillast ansi hratt á Suðurnesjum almennt. Skyggni er takmarkað í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig á Sandgerðis- og Garðskagavegi.

Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Grindavíkurvegur lokaður vegna ófærðar og vegir á svæðinu eru margir hverjir að verða ansi þungfærir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum, sem hvetur vegfarendur til að fara með aðgát.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024