Færð spillist hratt á Suðurnesjum
Færð er að spillast ansi hratt á Suðurnesjum almennt. Skyggni er takmarkað í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig á Sandgerðis- og Garðskagavegi.
Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Grindavíkurvegur lokaður vegna ófærðar og vegir á svæðinu eru margir hverjir að verða ansi þungfærir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum, sem hvetur vegfarendur til að fara með aðgát.