Færa til hámarkshraða á Suðurstrandarvegi við Grindavík

Bæjarráð Grindavíkur hefur tekið fyrir tillögu frá Vegagerðinni að tilfærslu á hámarkshraða á Suðurstrandarvegi austan Þórkötlustaðavegar. Í dag er þetta þannig að frá þéttbýlismörkum er 70 km/klst hámarkshraði ca. 40m austur fyrir Þórkötlustaðarveg. 
 
Tillagan er að með tilliti til veglínu og vegna nálægðar vegamóta við Þórkötlustaðarveg sé rétt að færa þessi mörk austar og að þeim stað sem framkvæmdir við nýjan Suðurstrandarveg hófust árið 2005 um 1500 m austan við Þórkötlustaðarveg. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.