Fær háa sekt og sviptur fyrir hraðakstur
Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi í gærkvöldi. Mældist annar þeirra á 152 km/klst en hinn á 114 km/klst. Sá sem hraðar ók má eiga von á 140.000 kr. sekt, fjórum punktum í ökuferilsskrá og tveggja mánaða sviptingu ökuréttinda.
Undir morgun var ökumaður á Hafnargötunni stöðvaður fyrir ölvunarakstur.
Undir morgun var ökumaður á Hafnargötunni stöðvaður fyrir ölvunarakstur.