Fær ekki að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði gær beiðni lögmanns Ásmundar Jóhannssonar, sjómanns úr Sandgerði, um að leggja fram gögn frá Mannréttindanefnd Sameiðnuðu þjóðanna. Ásmundur fór kvótalaus til veiða, eins og frægt er orðið. Mannréttindanefnd SÞ sendi frá sér skýrslu sem af mörgum var talin áfellisdómur yfir kvótakerfinu.
Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum rekur nú málið fyrir héraðsdómi gegn Ásmundi vegna fiskveiðibrots. Ásmundur vildi styðjast við SÞ skýrsluna í málsvörn sinni en því hefur héraðsdómur sumsé hafnað.
Sjá frétt DV hér
---
VFmynd/elg - Ásmundur Jóhannson, sjómaður úr Sandgerði.