Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fær 40 milljónir til tækja og búnaðarkaupa
Mánudagur 19. október 2009 kl. 10:28

Fær 40 milljónir til tækja og búnaðarkaupa


Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt samhljóða tillögur Íþrótta- og tómstundaráðs þess efnis að Fimleikadeild Keflavíkur fái aðstöðu í húsnæði Íþróttaakademíunnar.

Kostnaður við framkvæmdir vegna breytinga á húsinu nemur 11,4 milljónum króna. Bæjarráð samþykkir að veita fimleikadeildinni styrk að fjárhæð kr. 40.000.000.- til tækja- og búnaðarkaupa við flutning yfir í nýtt húsnæði.
Sem kunnugt er stóð til að byggja nýtt fimleikahús en þau áform voru sett í salt eftir hrunið í fyrra. Sú starfsemi sem var í húsi Íþróttaakademíunnar hefur færst upp í Ásbrú og því þótti það vel til fallið að nýta húsnæðið undir fimleikana.
--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/OK.