Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fær 19,2 milljarða kr. vegna SpKef
Föstudagur 8. júní 2012 kl. 12:00

Fær 19,2 milljarða kr. vegna SpKef

Úrskurðarnefnd sem sett var á laggirnar með samningi milli íslenska ríkisins og Landsbankans hf. í því skyni að skera úr um endurgjald til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði kvað upp úrskurð þann 7. júní 2012.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að endurgjald til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á innstæðum og eignum SpKef sparisjóðs skyldi nema samtals kr. 19.198.000.000. Með úrskurðinum er endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði.

Uppgjör til Landsbankans verður samkvæmt samningi aðila í formi ríkisskuldabréfs (RIKH 18), sem er á gjalddaga þann 9. október 2018.

SpKef sparisjóður var stofnaður af fjármálaráðuneytinu í apríl 2010 í því skyni að taka við eignum og innstæðuskuldbindingum Sparisjóðsins í Keflavík samkvæmt ákvörðun FME með vísan til heimildar í 1. gr. laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.

Með framangreindri greiðslu til Landsbankans hf. fyrir yfirtöku á eignum og skuldum í SpKef sparisjóði, er íslenska ríkið að efna þau fyrirheit að tryggja allar innstæður hér á landi og óskert aðgengi innstæðueigenda að fjármunum sínum á hverjum tíma.