Fækkað um 15-17 stöður hjá HSS
Eins og við greindum frá hér á vf.is í gærkvöldi hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja kynnt hugmyndir að 73 milljóna króna sparnaði á næsta ári. Hugmyndirnar voru kynntar á fundum með starfsmönnum í Keflavík og Grindavík í gær. Það sem ekki kom fram í frétt okkar í gær er að fækkað verður um 15-17 stöðugildi hjá HSS. Flestar uppsagnir verða á meðal ræstingafólks en ræstingar verða boðnar út. Fólki verður sagt upp um næstu mánaðamót.
Niðurskurðurinn snertir fleiri störf því vissum hópum verður boðið lægra starfshlutfall, segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri HSS við Morgunblaðið í dag. Varðandi ræstingafólkið segir Sigríður að óskað verði eftir því við verktaka að hann láti núverandi starfsfólk ganga fyrir við ráðningar.