Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fæðingardeild HSS opin í sumar
Fimmtudagur 30. júní 2005 kl. 21:51

Fæðingardeild HSS opin í sumar

Fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja lokar ekki í sumar. Deildin hefur alltaf haft opið yfir sumartímann að undanskildum tveimur sumrum.

Þó mun deildin færa sig nokkuð um set þetta árið og fer yfir á D - deild frá og með 1. júlí til 15. ágúst. Er þessi flutningur gerður til hægðarauka en fæðingardeildin mun notast við sólskálann og fjórar innstu stofurnar.

Þjónustan verður með sama hætti og venjulega þrátt fyrir þessa tilfærslu, jafnframt helst símanúmer deildarinnar óbreytt.

Þó mun þurfa að sækja einhverja þjónustu til Reykjavíkur þar sem skurðstofan verður lokuð í sumar. Hægt verður að koma til baka í sængurlegu ef þess er óskað.

VF-mynd úr safni

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024