Fæddur 1360 með falskt vegabréf

Íranskur ríkisborgari fæddur árið 1360 samkvæmt þarlendu tímatali var í gær dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsku vegabréfi. Maðurinn var að koma með flugi frá Osló og reyndi að villa á sér heimildir í Leifsstöð. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákærði hann vegna þessa. Frá dóminum dregst 14 daga gæsluvarðhaldsvist. Þá er honum jafnframt gert að greiða lögmannskostnað upp á rúmar 100 þúsund krónur.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				