Fá undanþágu til að reka sameiginlega eldsneytisafgreiðslustöð á Keflavíkurflugvelli
Samkeppnisráð hefur veitt stóru olíufélögunum þremur, Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi, undanþágu til að reka sameiginlega afgreiðslustöð á Keflavíkurflugvelli að því fram kemur á vefsíðu Morgunblaðsins. Fyrir þessu setur samkeppnisráð þó ströng skilyrði, svo sem að rekstur félags sem rekur afgreiðslustöðina skuli að fullu vera aðskilinn frá rekstri olíufélaganna þriggja.Í ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna var þeim fyrirmælum beint til olíufélaganna þriggja, að leggja af viðskiptalega samvinnu í tengslum við sölu á fljótandi eldsneyti á Keflavíkurflugvelli. Þessi fyrirmæli skyldu koma til framkvæmda eigi síðar en sex mánuðum eftir að fyrrnefnd ákvörðun var tekin.
Olíufélögin óskuðu eftir undanþágu frá samkeppnislögum til rekstrar Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli ehf. og hefur samkeppnisráð nú fallist á það með skilyrðum.








