Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fá Suðurnesjamenn óvænt ráðherra?
Miðvikudagur 1. september 2010 kl. 00:05

Fá Suðurnesjamenn óvænt ráðherra?


Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar er hugsanlega að verða ráðherra. „Það hef ég ekki hugmynd um," segir Oddný Harðardóttir, við visir.is, aðspurð hvort hún taki senn sæti í ríkisstjórn. „Ég heyrði þetta bara í féttunum."

Breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Vísis verða báðir utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra látin fara. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur rætt við flesta þingmenn Samfylkingarinnar í dag, þar á meðal Oddnýju. Líklegt er að nýr ráðherra komi inn fyrir Samfylkinguna og er Oddný nefnd í því sambandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta kemur í ljós að ég held á morgun," segir Oddný í gær, þriðjudag.

Aðspurð hvort hana hugnist að taka sæti í ríkisstjórn segir Oddný: „Já, ég get alveg sagt játað því og ég held að það eigi við um flesta þingmenn. Þeir vilja komast í þessa stöðu til að hafa sem mest áhrif."

Ár og dagar eru síðan Suðurnesjamenn höfðu ráðherra sem er búsettur á svæðinu og er Suðurnesjamaður. Ótrúlegt en satt. Þessi hugmynd kom sem ljós í dimma umræðu um stöðu Reykjanesbæjar undanfarna daga. Margir eru orðnir langþreyttir á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum á svæðinu.

Oddný var kjörin á þing fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í kosningunum í apríl á síðasta ári. Var í 2. sæti á listanum í Suðurkjördæmi. Hún var bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs á árunum 2006-2009. Hún sinnti um tíma stöðu skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja.