Fá ekki innlent vinnuafl
Mjög illa hefur gengið að fá íslenska starfsmenn til starfa við hlaðdeild Flugleiða, þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar þar að lútandi og þess vegna leitar fyrirtækið nú eftir erlendu vinnuafli. Fulltrúar Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis funduðu í haust með forsvarsmönnun fyrirtækisins þar sem Flugþjónustan reifaði óskir sínar um að fá að ráða erlent vinnuafl og var þeim þá bent á að hækkun launa myndi leysa vandann. Hins vegar vildi fyrirtækið ekki hvika frá launatöxtum né taka tillit til launaskriðs, að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns VSFK, þegar hann var inntur eftir viðbröðum vegna þeirrar gagnrýni, sem fram hefur komið varðandi ráðningarmál við flugstöðina.
Ragnar Örn Pétursson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, gagnrýndi VSFK í grein í síðasta tölublaði Víkurfrétta, þar sem hann sagði það athyglisvert ef ekkert hefði heyrst frá félaginu vegna málsins. Oft hefði þurft minna til en svo að eitthvað heyrðist frá Kristjáni Gunnarssyni, formanni félagsins.
„Þessi gagnrýni Ragnars Arnars er óskiljanleg, þar sem hann hefur sjálfur sem formaður stéttarfélags, þurft að afgreiða slík atvinnuleyfi og hann veit að enginn fær áritun nema að miklum skilyrðum uppfylltum“, sagði Kristján Gunnarsson í samtali við Víkurfréttir í dag.
„Það fyrirtæki sem hér um ræðir, hefur eins og svo mörg önnur stærri fyrirtæki og stofnanir, haldið sig algjörlega við launataxta samkvæmt kjarasamningum og ekki tekið tillit til þess launaskriðs sem varð á síðasta ári. Þeir eru fyrir löngu síðan búnir að uppfylla öll skilyrði sem Vinnumálastofnun setur fyrirtækjum um úthlutun atvinnuleyfa fyrir erlend vinnuafl. Þeir hafa auglýst ítrekað hér á Suðurnesjum eftir fólki. Meira að segja auglýstu þeir á Reykjavíkursvæðinu og buðu frían akstur til Suðurnesja. En þeim hefur ekki tekist að fá Íslendinga í þessi störf, því miður og því sitjum við uppi með þessa niðurstöðu. Hins vegar er rétt að fram komi að það hefur ítrekað verið gengið eftir því að fá fyrirtækið til að hækka laun, en án árangurs. Og það segir sig sjálft að fólk leitar eftir störfum þar sem launin eru hærri“, sagði Kristján Gunnarsson.
Ragnar Örn Pétursson, formaður Starfsmannafélags Suðurnesja, gagnrýndi VSFK í grein í síðasta tölublaði Víkurfrétta, þar sem hann sagði það athyglisvert ef ekkert hefði heyrst frá félaginu vegna málsins. Oft hefði þurft minna til en svo að eitthvað heyrðist frá Kristjáni Gunnarssyni, formanni félagsins.
„Þessi gagnrýni Ragnars Arnars er óskiljanleg, þar sem hann hefur sjálfur sem formaður stéttarfélags, þurft að afgreiða slík atvinnuleyfi og hann veit að enginn fær áritun nema að miklum skilyrðum uppfylltum“, sagði Kristján Gunnarsson í samtali við Víkurfréttir í dag.
„Það fyrirtæki sem hér um ræðir, hefur eins og svo mörg önnur stærri fyrirtæki og stofnanir, haldið sig algjörlega við launataxta samkvæmt kjarasamningum og ekki tekið tillit til þess launaskriðs sem varð á síðasta ári. Þeir eru fyrir löngu síðan búnir að uppfylla öll skilyrði sem Vinnumálastofnun setur fyrirtækjum um úthlutun atvinnuleyfa fyrir erlend vinnuafl. Þeir hafa auglýst ítrekað hér á Suðurnesjum eftir fólki. Meira að segja auglýstu þeir á Reykjavíkursvæðinu og buðu frían akstur til Suðurnesja. En þeim hefur ekki tekist að fá Íslendinga í þessi störf, því miður og því sitjum við uppi með þessa niðurstöðu. Hins vegar er rétt að fram komi að það hefur ítrekað verið gengið eftir því að fá fyrirtækið til að hækka laun, en án árangurs. Og það segir sig sjálft að fólk leitar eftir störfum þar sem launin eru hærri“, sagði Kristján Gunnarsson.