Fá ekki bætt tjón á hafnarmannvirkjum
Erindi úrskurðarnefndar í vátryggingamálum vegna tjóns á hafnarmannvirkjum vegna bruna í báti í Sandgerðishöfn þann 13. júní sl. var tekið fyrir í bæjarráði Sandgerðis á dögnum.
Samkvæmt áliti úrskurðarnefndar fellur viðkomandi atvik ekki undir vátryggingarskilmála og þegar af þeirri ástæðu nái gildissvið vátryggingarinnar ekki til tjóns Sandgerðishafnar.
Málinu hefur verið vísað til hafnarráðs.