Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 11. febrúar 2004 kl. 13:34

Fá aðstoð við heimanám

Nemendum í 5. til 10. bekk í Heiðarskóla býðst aðstoð kennara við heimalærdóm. Að sögn Sigurbjargar Róbertsdóttur, deildarstjóra eldra stigs í Heiðarskóla er annarsvegar nemendum í 5. til 7. bekk boðið upp á aðstoð og hinsvegar nemendum í 8. til 10. bekk. „Nemendunum er skipt niður eftir þessum bekkjum og í hverri stofu er kennari sem aðstoðar við heimanámið.“
Sigurbjörg segir að þessi aðstoð sé vinsæl hjá nemendum og sérstaklega hjá þeim sem taka samræmdu prófin í vor. „Nemendurnir ákveða sjálf í hvaða námsgreinum þau læra fyrir, en tímarnir eru þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum milli klukkan 15 og 16.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024