Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 3. júlí 2001 kl. 09:36

Fá að bjóða í allan karfaafla ensku og þýsku togaranna

-- Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða ekki en eftir að fréttin birtist á vefnum hjá ykkur kom allt annað hljóð í strokkinn. Núna er okkur tjáð að við getum boðið í allan afla ensku og þýsku togaranna áður en ákvörðun verður tekin um það hvort aflinn verður sendur héðan í gámum eða ekki, segir Jón Arason hjá Ný-fiski ehf. í samtali við InterSeafood.com.Eins og greint var frá hér á fréttavef InterSeafood.com voru forráðamenn Ný-fisks ehf. mjög óánægðir með að fá ekki að bjóða í afla ESB-togaranna sem koma hingað til lands á sunnudag til karfaveiða. Í fyrra stunduðu fimm togarar veiðarnar og var afli þeirra samtals um 1400 tonn og fór hann allur óunninn til Þýskalands í gámum. Nú hafa 12 skip fengið leyfi til veiðanna þannig að þokkalegar horfur eru á því að í ár takist að veiða þann 3000 tonna karfakvóta sem ESB hefur í íslenskri landhelgi.

Jón segist vera mjög ánægður með viðbrögð þýsku og ensku útgerðarfélaganna. Hann segir að Fiskvangur, sem sé umboðsaðili togaranna hérlendis, muni safna saman aflaupplýsingum á miðvikudögum en fastir löndunardagar togaranna verða á fimmtudögum. Í fyrra var töluvert um að afla togaranna væri landað á Eskifirði og þaðan fór aflinn með gámum á markað í Þýskalandi.

-- Ég er sannfærður um að við erum samkeppnishæfir í verði við þýska markaðinn. Það má ekki gleyma því að það kostar rúmlega 30 krónur að senda hvert karfakíló héðan á markað erlendis og eins hefur verðið oft lækkað verulega í Þýskalandi á sumrin, segir Jón Arason.

Birt með góðfúslegu leyfi InterSeafood.com
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024