Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eyþór Rúnar Þórarinsson ráðinn slökkviliðsstjóri BS
Laugardagur 1. júní 2024 kl. 15:09

Eyþór Rúnar Þórarinsson ráðinn slökkviliðsstjóri BS

Stjórn Brunavarna Suðurnesja hefur ákveðið að ráða Eyþór Rúnar Þórarinsson til starfa sem slökkviliðsstjóra Brunavarna Suður. Það var mat stjórnar að hann hafi verið hæfasti umsækjandinn um starfið..

Eyþór hefur unnið hjá Brunavörnum Suðurnesja í 25 ár og hefur þekkingu, skilning og reynslu á bæði brunamálum og sjúkraflutningum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eyþór Rúnar hefur reynslu af rekstri og áætlanagerð m.a. sem þjálfunarstjóri þar sem hann hélt utan um þjálfunaráætlun og kostnaðaráætlun henni tengdri.

Þá hefur hann komið að greinargerðum og kostnaðaráætlunum tengdum m.a. eldsumbrotum.
Hann hefur reynslu af því að starfa í kröfuhörðu umhverfi og hefur sýnt fram á hæfni til að taka ákvarðanir undir álagi.

Eyþór Rúnar hefur reynslu af því að sinna öryggis- og heilsuverndarmálum á vinnustað.

Eyþór Rúnar er löggiltur slökkviliðsmaður frá 2001, menntaður í slökkviliðsfræðum, er með kennsluréttindi frá Sjúkraflutningaskólanum, er leiðbeinandi frá Rauða Krossinum, hefur þjálfað og kennt sjúkraflutningafólki auk slökkviliðsfólks innan BS og hjá öðrum liðum.