Eyþór gegn Árnunum?
Það stefnir í harðan framboðsslag um fyrsta sætið á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi því heyrst hefur að Eyþór Arnalds hyggist gefa kost á sér í fyrsta sætið ásamt Árna Matthiesen, Árna Johnsen. Eyþór hefur þó ekki gefið út formlega tilkynningu þessa efnis en mun vera að íhuga þetta alvarlega samkvæmt því sem heyrist úr röðum Sjálfstæðismanna. Þessu til viðbótar er Ragnheiður E. Árnadóttir einnig að íhuga að gefa kost á sér í fyrsta sætið, eins og fram kom í fréttum okkar í gær.
Eyþór hefur um árabil gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur setið í fræðsluráði Reykjavíkur, menningarmálanefnd, hafnarstjórn og
fleiri nefndum fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins tímabilið 1997-2001. Hann sat í
borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna frá1 998 - 2002. Var Formaður upplýsinga-
og fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins og í miðstjórn flokksins 1998-2005.
Þá hefur hann verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg frá 2006 auk þess að sitja í bæjarráði Árborgar og héraðsnefnd Árnessýslu.