Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Eyþór Árni missti 62,1 kg.
  • Eyþór Árni missti 62,1 kg.
    Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, mætti í viðtal fyrir beinu útsendinguna á The Biggest Loser Ísland.
Föstudagur 4. apríl 2014 kl. 16:42

Eyþór Árni missti 62,1 kg.

– Ráðist í aðra þáttaröð af The Biggest Loser Ísland.

Eyþór Árni Úlfarsson missti samtals 62,1 kg. á þeim 200 dögum sem The Biggest Loser Ísland stóð yfir. Þessu stærsta sjónvarpsverkefni síðustu ára lauk á Ásbrú í gærkvöldi með beinni úrsendinu úr Andrews menningarhúsinu. Þar fór fram lokaþáttur The Biggest Loser Ísland í beinni útsendingu á Skjá einum. Í salnum voru jafnframt 500 áhorfendur.

Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir 35 ára lífeindafræðingur sem býr í Mosfellsbæ var 126 kg þegar hún byrjaði í The Biggest Loser Ísland. Hún bar sigur úr býtum í lokaþætti The Biggest Loser Ísland í gær og léttist um 52 kg í keppninni.

Hrönn Harðardóttir, Anna Lísa Finnbogadóttir og Jóhanna Elísa kepptu til úrslita í kvöld.

Jónas Pálmar Björnsson sigraði í flokki þeirra sem sendir voru heim á meðan The Biggest Loser Ísland stóð yfir. Jónas var rúmlega 140 kg þegar þættirnir. Þó svo Eyþór Árni hafi misst flest kíló þátttakenda, þá missti Jónas Pálmar hærri prósentutölu eigin líkamsþyngdar sem tryggði honum sigurinn í „heimakeppninni“ að lokum.

Ákveðið hefur verið að ráðast í aðra þáttaröð af The Biggest Loser Ísland. Fyrsta þáttaröðin var tekin upp á Ásbrú í Reykjanesbæ og í náttúru Reykjanesskagans en þrautir voru m.a. teknar upp á Reykjanesi, í Grindavík og Garði. Ekki hefur verið upplýst um það hvort næsta þáttaröð verði einnig tekin upp hér.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Andrews í gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áhorfendur fylltu salinn í Andrews í gærkvöldi.



Jóhanna fagnar sigri í keppninni.