Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eysteinn hættir sem bæjarfulltrúi
Fimmtudagur 10. desember 2009 kl. 15:18

Eysteinn hættir sem bæjarfulltrúi


Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ, hættir sem slíkur nú um áramótin þegar hann tekur við starfi útibússtjóra Landsbankans á Snæfellsnesi. Varamaðurinn Guðný Kristjánsdóttir tekur sæti hans í bæjarstjórn.
Eysteinn tilkynnti á flokksfundi Framsóknar nú í haust að hann gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Eysteinn og Rakel Þorsteinsdóttir kona hans eiga fimm börn, þau yngstu nokkurra vikna gamla tvíbura. Fjölskyldan býr sig nú undir búferlaflutninga vestur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024