Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eykt vill byggingaland fyrir 15.000 nýja íbúa í landi Voga
Þriðjudagur 10. janúar 2006 kl. 15:15

Eykt vill byggingaland fyrir 15.000 nýja íbúa í landi Voga

Byggingafyrirtækið Eykt hefur átt tvo fundi með Sveitarfélaginu Vogum vegna hugmynda um 10-15.000 manna byggðarkjarna í Hvassahrauni. Hugmyndir Eyktar eru um byggðarkjarna frá Straumsvík og með ströndinni í Hvassahrauni að núverandi sumarhúsabyggð við mislæg gatnamót í Hvassahrauni.

Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum, sagði í samtali við Víkurfréttir að málið væri á algjöru frumstigi.
Óskir Eyktar eru fyrst og fremst um það að í aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Voga sé gert ráð fyrir íbúðabyggð á þessum stað.

Hverfið er ekkert smáræði en gert er ráð fyrir íbúafjölda sem svarar til nærri tvöföldunar á íbúatölu Suðurnesja í dag. Fyrirhuguð byggð mun bæði vera í l andi Hafnarfjarðar og Sveitarfélagsins Voga, en stærri hluti hennar er í Vogalandi.

Byggð eins og gert er ráð fyrir að rísi í Hvassahrauni kallar á gríðarlegar framkvæmdir sveitarfélagsins og eru af þeirri stærð að í dag hefur sveitarfélagið ekki burði til þess, nema hafa góðar tryggingar frá verktaka sem byggir svæðið. Er þar verið að ræða um hugsanlega 4-5 grunnskóla, fjölda leikskóla, gatnagerð og veitukerfi, svo fátt eitt sé nefnt.

Jóhanna bæjarstjóri sagði að Eykt gæfi sér 3 til 4 ár í undirbúning fyrir framkvæmdina en ljóst væri að einhver ár tæki að byggja upp nýja hverfið, sem væri að 10 til 15 falda stærð Sveitarfélagsins Voga eins og það er í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024