Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Evrópuferðirnar fljúga út í Jólalukku VF
Laugardagur 19. desember 2009 kl. 12:57

Evrópuferðirnar fljúga út í Jólalukku VF

„Ég vinn aldrei í neinum happdrættum. Þess vegna kom þessi vinningur skemmtilega á óvart,“ sagði María Sigurðardóttir, íbúi í Njarðvík en hún var ein af heppnum Jólalukku vinningshöfum í ár. Hún fékk Icelandair Evrópu ferðavinning en verðmæti hans er allt að 65 þús. kr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


María gerði rífleg jólainnkaup í K-sport og sagðist ekki hafa átt von á stóra vinningnum í leiknum. „Ég var búinn að skrifa aftan á nokkra miða sem voru ekki með vinningi og ætlaði að fara með þá í kassann í Nettó þegar ég skóf ferðina,“ sagði María.

Önnur kona kom á skrifstofu Víkurfrétta til að vitja Icelandair vinningsins frá Víkurfréttum. Kristín Gunnarsdóttir hafði fengið hann við verslun í Nettó og sagðist alsæl með þennan flotta vinning.

Sautján verslanir í Reykjanesbæ bjóða Jólalukku Víkurfrétta 2009 en nærri því fjórði hver miði er með vinning. Dregið er eftir lokun í kvöld úr kössunum í Nettó og Kaskó en þangað getur fólk skilað miðunum sem eru ekki með vinningum. Fyrsti vinningur þar er Icelandair ferðavinningur frá Víkurfréttum, tvær tuttugu þús. kr. gjafabréf frá Nettó og fleira. Eftir lokun á Þorláksmessu verða dregnir út 20 vinningar, stærstur er 100 þús. kr. gjafabréf í Nettó/Kaskó, Icelandair ferðavinningur og fleiri.

Jólaverslun á Suðurnesjum hefur farið vel af stað og eru kaupmenn ánægðir.

Rut Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri Víkurfrétta afhenti vinningana í vikunni.