Eva Björk ráðin skólastjóri Gerðaskóla
Eva Björk Sveinsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Gerðaskóla í Garði en þetta kemur fram á heimasíðu Garðs. Samþykkt var á bæjarstjórnarfundi þann 7. mars sl. að bjóða Evu Björk stöðuna en alls sex umsækjendur sóttu um stöðuna.
Eftirtaldir sóttu um stöðuna:
Anna María K Þorkelsdóttir.
Eva Björk Sveinsdóttir.
Jón Einar Haraldsson Lambi.
Laufey Jónsdóttir.
Ragnar Jónsson.
Ylfa Björg Jóhannesdóttir.