Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eva Björk prestur í Keflavíkursókn
Fimmtudagur 10. september 2015 kl. 07:24

Eva Björk prestur í Keflavíkursókn

Biskup Íslands hefur skipað Evu Björk Valdimarsdóttur í embætti prests í Keflavíkurprestakalli. Frestur til að sækja um embættið rann út 7. ágúst sl. Alls sóttu sex umsækjendur um embættið, einn umsækjandi, Þórhallur Heimisson, dró umsókn sína til baka. Embættið veitist frá 15. september.

Umsækjendur um stöðuna voru auk Evu guðfræðingarnir Dís Gylfadóttir, Erla Björk Jónsdóttir, Fritz Már Bendsen Jörgensen og María Gunnarsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eva Björk ásamt eiginmanni sínum Ólafi og börnunum Kormáki og Furu Elínu.