Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 15. október 2001 kl. 16:00

Eskhild jarðsunginn

Henrik „Eskhild“ Jóhannesson var jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 12. október s.l.
Eskhild var Færeyingur, en flutti ungur til Íslands og settist að í Sandgerði þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni allt til dauðadags. Eskhild varð gerður að heiðursfélaga í Knattspyrnufélaginu Reyni á 60 ára afmæli þess árið 1995, enda var hann mikill Reynismaður og á meðal leikjahæstu knattspyrnumanna félagsins frá upphafi. Leikmenn úr meistaraflokki og unglingaflokkum Reynis stóðu heiðursvörð við útför Eskhilds og vottuðu honum þannig virðingu sína.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024