Ert þú með myndina af Díönu Ross?
Nú er leitað að ljósmynd af söngkonunni Díönu Ross þar sem hún skoðaði víkingaskipið Íslending í Ameríkuför skipsins árið 2000. Hjálmar Árnason, þáverandi þingmaður, tók myndina af söngkonunni um borð í Íslendingi.
Myndin var lánuð í umfjöllun um Íslending. Nú, 15 árum síðar, er ekki vitað hver er með þetta eina eintak af myndinni eða hvar umfjöllunin var.
Ef þú lesandi góður veist hvar myndina af Diönu Ross um borð í Íslendingi er að finna, vinsamlegast sendu ábendingu um það til Víkurfrétta á póstfangið [email protected].