Erró í Listasafni Reykjanesbæjar
Opnuð verður sýning á verkum Errós í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum á morgun, föstudaginn 25. júní kl. 16.00.
Sýningin ber heitið; Erró – Fólk og frásagnir og kemur frá Listasafni Reykjavíkur. Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir er sýningarstjóri.
Í sýningarskrá sem gefin er út af tilefni sýningarinnar segir m.a.: “Á þessari sýningu er viðfangsefnið mannlegt eðli í öllum sínum margbreytileika og er efniviðurinn að stærstum hluta sóttur í heim myndasagna. Frásagnarmátinn í þessum myndum er ýmist á þann hátt að Erró steypir saman í eitt rými ólíkum myndbrotum héðan og þaðan og býr til nýjar tilvísanir eða frásagnir eða hann notar einskonar net þar sem myndbrotum er raðað inn í og skapar á þann hátt framvindu eða hreyfingu í frásögnina.”
Sýningin er opin alla daga frá kl. 13.00 – 17.30 og stendur til 29. ágúst.
Sýningin ber heitið; Erró – Fólk og frásagnir og kemur frá Listasafni Reykjavíkur. Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir er sýningarstjóri.
Í sýningarskrá sem gefin er út af tilefni sýningarinnar segir m.a.: “Á þessari sýningu er viðfangsefnið mannlegt eðli í öllum sínum margbreytileika og er efniviðurinn að stærstum hluta sóttur í heim myndasagna. Frásagnarmátinn í þessum myndum er ýmist á þann hátt að Erró steypir saman í eitt rými ólíkum myndbrotum héðan og þaðan og býr til nýjar tilvísanir eða frásagnir eða hann notar einskonar net þar sem myndbrotum er raðað inn í og skapar á þann hátt framvindu eða hreyfingu í frásögnina.”
Sýningin er opin alla daga frá kl. 13.00 – 17.30 og stendur til 29. ágúst.