Ernir fjölmenna á Sauðárkrók
Bifhjólaklúbbur Suðurnesja, Ernir, lögðu af stað í langferð í dag. Ferðinni var heitið á Sauðárkrók en verið er að halda upp á 100 afmæli mótorhjólsins á Íslandi. Fyrsta hjólið kom til Sauðárkróks.
Það eru ekki bara Ernir sem eru að fara í ferðina, heldur mæta flestir bifhjólaklúbbar landsins á staðinn. Postularnir frá Suðurlandi hitta Ernina upp á Höfða í Reykjavík en þá verða þeir búnir að smala saman Reykvíkingum og nágrönnum. Esso býður félögunum frítt í gegnum Hvalfjarðagöngin og næsta stoppistöð er á Borgarnesi. Í Varmahlíð bætast Norðlendingar og Vestfirðingar í hópinn. Það verður því föngulegur hópur sem mætir á Sauðárkrók í kvöld.
Á tjaldstæðinu fyrir ofan bæinn er ætlunin að gerð verði ein aðalgata í gegnum mitt tjaldstæðið sem á að heita Mótorhjólagata, en hliðargötur út frá henni verða nefndar eftir klúbbunum eins og Postulastígur, Raftagata, Arnabæli og jafnvel Hondugata.
Sjá má myndasafn af Bifhjólaklúbbnum hér.