Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ernir fjölmenna á Sauðárkrók
Fimmtudagur 16. júní 2005 kl. 17:21

Ernir fjölmenna á Sauðárkrók

Bifhjólaklúbbur Suðurnesja, Ernir, lögðu af stað í langferð í dag. Ferðinni var heitið á Sauðárkrók en verið er að halda upp á 100 afmæli mótorhjólsins á Íslandi. Fyrsta hjólið kom til Sauðárkróks.

Það eru ekki bara Ernir sem eru að fara í ferðina, heldur mæta flestir bifhjólaklúbbar landsins á staðinn. Postularnir frá Suðurlandi hitta Ernina upp á Höfða í Reykjavík en þá verða þeir búnir að smala saman Reykvíkingum og nágrönnum. Esso býður félögunum frítt í gegnum Hvalfjarðagöngin og næsta stoppistöð er á Borgarnesi. Í Varmahlíð bætast Norðlendingar og Vestfirðingar í hópinn. Það verður því föngulegur hópur sem mætir á Sauðárkrók í kvöld.

Á tjaldstæðinu fyrir ofan bæinn er ætlunin að gerð verði ein aðalgata í gegnum mitt tjaldstæðið sem á að heita Mótorhjólagata, en hliðargötur út frá henni verða nefndar eftir klúbbunum eins og Postulastígur, Raftagata, Arnabæli og jafnvel Hondugata.

Sjá má myndasafn af Bifhjólaklúbbnum hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024