Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Erlingur afhjúpar Himnasmiðinn
Laugardagur 4. september 2004 kl. 17:52

Erlingur afhjúpar Himnasmiðinn

Listaverk Erlings Jónssonar, Himnasmiður var afhjúpað við Sparisjóðinn í Keflavík í dag, en Erlingur gerði listaverkið til minningar um Kristinni Reyr bóksala í Keflavík. Sparisjóðurinn í Keflavík keypti verkið og sagði Geirmundur Kristinsson það gleðiefni að hafa verkið staðsett við höfuðstöðvar bankans. Listamaðurinn Erlingur Jónsson afhjúpaði verkið og í kjölfarið flutti Gunnar Eyjólfsson leikari ljóð. Fjöldi fólks fylgdist með athöfninni.

Myndirnar: Frá athöfninni utan við Sparisjóðinn í Keflavík í dag. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024