Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Erling KE dreginn í land
Föstudagur 19. október 2007 kl. 09:46

Erling KE dreginn í land

Erling KE frá Reykjanesbæ varð vélarvana suðaustur af Malarrifi á Snæfelllsnesi í gær. Skipið var dregið í land af varðskipi og kom til lands í Hafnarfirði um fjögurleytið í nótt að því er kemur fram á Vísi.is.

Mikið hvassviðri og töluverður sjógangur var á svæðinu og brast fyrsta taugin sem komið var á milli skipanna. Sú seinni var sterkari og hélt alla leiðina. Níu manns voru í áhöfninni og voru þeir aldrei í hættu.

VF-mynd/elg - Úr lest Erling KE
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024