Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erlendur leiðsögumaður án réttinda og leyfis
Mánudagur 27. janúar 2020 kl. 07:29

Erlendur leiðsögumaður án réttinda og leyfis

Lögreglan á Suðurnesjum tók í síðustu vikuerlendan leiðsögumann úr umferð sem hvorki hafði atvinnuréttindi né dvalarleyfi hér og var ekki með réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni sem hann var staðinn að í þessu tilviki. Maðurinn var með farþega á leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann var stöðvaður.

Við skýrslutöku kvaðst hann starfa sem leiðsögumaður fyrir ferðaþjónustufyrirtæki í heimalandi sínu sem sendi viðskiptavini sína m.a. hingað til lands. Hefði hann tekið á móti allmörgum hópum áður en lögreglan stöðvaði hann nú. Honum var gerð grein fyrir brotum sínum og hann sektaður um 40 þúsund krónur.
Stutt er síðan að lögregla stöðvaði tvo erlenda leiðsögumenn sem voru undir sömu sök seldir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024