Erlendur flugfarþegi lést
Flugvél sem var á leið frá Amsterdam í Hollandi til New York í Bandaríkjunum var lent á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda farþega síðastliðinn fimmtudag. Lögreglumenn á Suðurnesjum ásamt sjúkraflutningamönnum og lækni fóru um borð. Farþeginn var úrskurðaður látinn skömmu síðar.
Um var að ræða erlendan ferðamann og hafði lögreglan á Suðurnesjum samband við bandaríska sendiráðið vegna þessa.