Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erlendum ríkisborgurum fjölgar
Þriðjudagur 11. mars 2008 kl. 12:25

Erlendum ríkisborgurum fjölgar

Alls voru 1212 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu í Reykjanesbæ þann 1. janúar síðastliðinn og hafði þá fjölgað um 400 milli ára. Pólverjar eru þar í miklum meirihluta eða 824 talsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alls voru 1814 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu í sveitarfélögunum á Suðurnesjum þann 1. janúar en voru 1403 árið áður. Í Grindavík var 171 erlendur ríkisborgari með búsetu, í Sandgerði 198, í Garði 153 og 80 í Vogum. Af þessum fjölda voru 1185 pólskir ríkisborgarar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Erlendum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi úr 18.563 í 21.434 árið 2007. Það er 15,5% fjölgun á milli ára. Það er þó minni fjölgun en tvö síðustu ár en erlendum ríkisborgurum fjölgaði um 34,7% árið 2006 og 29,5% 2005


Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda var þá 6,8% samanborið við 6% ári áður.