Erilsamt hjá lögreglunni í nótt
Nokkuð erilsamt var hjá lögreglunni í Keflavík í nótt vegna ölvunar. Tilkynnt var um bílveltu á Sandgerðisvegi í gærkvöldi. Þar er ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Þrátt fyrir eril vegna ölvunar, þá var rólegt yfir skemmtistöðum bæjarins. Dansleikur með Landi og sonum í Stapa var fámennur og einna helst að fólk safnaðist saman á H38 í Keflavík, samkvæmt upplýsingum frá næturlífsljósmyndara Víkurfrétta.Blaðamaður og ljósmyndari Víkurfrétta stóð vaktina með lögreglunni í nótt og skýrslu blaðamanns ásamt myndum verður hægt að sjá í Víkurfréttum næsta fimmtudag.