Erilsamir dagar lögreglu
Þónokkur erill hefur verið hjá Lögreglunni í Keflavík síðustu daga. Mikið hefur verið um innbrot og umferðarlagabrot. Föstudaginn 13. júní var lögreglu tilkynnt um eld að leikskólanum Sólborg í Sandgerði en eldurinn kom upp í uppþvottavél. Starfsfólk leikskólans náði að slökkva eldinn, en töluverður reykur myndaðist og þurfti að senda leikskólabörnin heim. Á laugardag var tilkynnt um tvær bifreiðar sem tóku framúr hægra megin á Reykjanesbrautinni, en slíkt er stórhættulegt. Á laugardag voru 6 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Þar sem hámarkshraði er 90 km mældist sá sem hraðast ók á 163 km hraða, einn á 150 km og annar á 145 km hraða Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á 85 km hraða á Hringbraut rétt utan við Keflavík, en þar er hámarkshraði 50 km.
Dagbók lögreglunnar
Föstudagurinn 13. júní
Kl. 09:15 var tilkynnt um innbrot í skólaskipið Sæbjörgu í Grindavíkurhöfn. Úr skipinu var stolið sýningarvél. Innbrotið átti sér stað síðastliðna nótt.
Kl. 09:35 var tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða á Vatnsnesvegi í Keflavík við Básinn. Tvær bifreiðar lentu saman og þurfti að fjarlægja aðra þeirra af vettvangi með dráttarbifreið.
Kl. 09:43 var tilkynnt um þjófnað á 40 vörubrettum utan við skemmu á Hólamið gegnt Mánagrund. Þjófnaðurinn átti sér stað síðastliðna nótt.
Kl. 10:45 var tilkynnt um innbrot og þjófnað í verbúð fiskvinnslufyrirtækis í Grindavík. Ýmsum munum var stolið. Innbrotið átti sér stað síðastliðna nótt.
Kl. 13:00 var óskað eftir lögreglu að leikskólanum Sólborg í Sandgerði vegna elds sem hafði blossað upp í uppvöskunarvél. Starfsmenn leikskólans brugðust skjótt við og slökktu eldinn strax með eldvarnarteppi. Talsverður reykur barst um skólann og þurfti að senda leikskólabörnin heim.
Á dagvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi. Mældur hraði 115 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Laugardagurinn 14. júní
6 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Þar sem hámarkshraði er 90 km mældist sá sem hraðast ók á 163 km hraða, einn á 150 km og annar á 145 km hraða Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á 85 km hraða á Hringbraut rétt utan við Keflavík, en þar er hámarkshraði 50 km.
Tvær tilkyningar bárust til lögreglu bifreiðar sem ekið hafi verði framúr hægra megin á vegaröxlinni á Reykjanesbraut Lögreglumenn ræddu við annan ökumanninn, en náðist ekki til hins.
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti og einn var kærður fyrir að tala í síma án handrfjáls búnaðar.
Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar og annar fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis.
Kl. 19:30 var tilkynnt um skemmdarverk á bifreiðum í porti við Framnesveg. Var búið að brjóta framrúður í þremur þeirra og tilraun gerð til að kveikja í framsæti einnar þeirra. Skömmu áður en skemmdanna varð vart sáust 4 til 5 piltar yfirgefa vettvanginn. Þeir hafa ekki fundist.
Kl. 20:46 var tilkynnt um skemmdarverk og þjófnað úr bifreið við Bakkastíg í Njarðvík. Hafði aftari hliðarrúða verið brotin og úr bifreiðinni stolið tveimur Piooner hátölurum og þurrkublöðunum.
Kl. 03:55 höfðu lögr.m. í eftirliti afskipti af 15 ára fyrir utan Kaffi Duus og var hann undir áhrifum áfengis. Honum var ekið heim og rætt við aðstandendur hans.
Kl. 06:06 stöðvuðu lögr.m. bifreið á Reykjanesbraut með tveimur mönnum og vaknaði grunur um fíkniefnamisferli þeirra. Voru þeir færðir á lögreglustöð ásamt bifreiðinni og við leit í bifreiðinni fannst hassmoli undir ökumannssæti. Hvorugur þeirra kannaðist við að eiga molann.
Sunnudagurinn 15. júní
Kl. 07:22 var tilkynnt um innbrot í bifreið á bifreiðastæði utan við Garðvang í Garði. Búið var að brjóta fremri hliðarrúðu og stela úr bifreiðinni golfmottu.
Kl. 12:50 var tilkynnt um skemmdarverk á bifreið á Valbraut í Garði. Búið var að brjóta rúðu í bifreiðinni.
Nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot. M.a. var um að ræða hraðakstur á Reykjanesbraut, mældur hraði 115 km þar sem hámarkshraði er 90 km, stöðvunarskyldubrot, notkun farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað og einn var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum .
Kl. 22:58 var tilkynnt um slys í Skrúðgarðinum við Reykjanesveg í Njarðvík. Þar hafði 13 ára drengur verið að æfa stökk yfir hóla á reiðhjóli og endastakkst hann á hjólinu. Hlaut hann meiðsli á öxl og var fluttur með sjúkrabifreið á HSS.
Mánudagur 16. júní
Kl. 14:20 var tilkynnt um að fiskiúrgangi og einni úldinni hnísu hafi verið hent á gamalt efnistökusvæði Gerðahrepps skammt sunnan við bæinn. Ekki er vitað hver þarna var að verki.
Kl. 14:39 barst tilkynning um að eftirvagn í dráttarvél hafi oltið á Njarðarbraut á móts við Hjallaveg. Þá dreyfðist mold um götuna og lokaðist gatan um tíma, meðan verið var að fjarlægja vagninn og moldina.
Kl. 18:12 var tilkynnt að ekið hafi verið á 4 ára stúlkubarn á Kirkjuteig í Keflavík. Barnið var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún hafði skrámast í andliti og brákuð á fæti.
Þriðjudagur 17. júní
Kl. 00:41 sleit lögreglan samkomu sem haldin var í leyfisleysi í félagsheimilinu Festi í Grindavík. Þar fór fram dansleikur sem láðst hafði að sækja um leyfi fyrir. Að auki þóttu þættir í framkvæmd skemmtanahaldsins ábótavant. Ekki lá fyrir hvort dyraverðir væru samþykktir af lögreglustjóra og sjóðsvél var ekki til staðar í miðasölu. Afar fáir voru komnir á skemmtunina sem haldin var af hljómsveitinni Ber.
Kl. 02:52 var ökumaður fólksbifreiðar grunaður um ölvun við akstur bifreiðar. Sá hafði ekið bifreið sinni á ljósastaur í Keflavík.
Kl. 05:02 var lögregla og sjúkralið kallað að skemmtistað í Keflavík en þar var ung kona sem kenndi til vanlíðan í kjölfar neyslu eiturlyfja. Konunni var komið undir læknishendur.
Þjóðhátíðardagshátíðahöld í umdæminu gengu mjög vel fyrir sig.
Kl. 20:19 var lögregla kölluð að bifreiðaplaninu við Aðalstöðina í Keflavík ( Hafnargötu 86 ) vegna líkamsárásar. Þar hafði piltur á fimmtánda aldursári orðið fyrir fólskulegri líkamsárás jafnaldra síns. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur undir læknishendur með áverka í andliti og á höfði.
Kl. 21:31 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka Garðveg á 114 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 km.
Miðvikudagur 18. júní 2003
Kl. 00:12 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka Reykjanesbraut á Vogastapa á 117 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 km.
Kl. 00:24 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka Njarðarbraut í Njarðvík á 81 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 50 km.
Kl. 01:26 stöðvuðu lögreglumenn akstur bifreiðar í Sandgerði. Ökumaður var í framhaldi kærður fyrir ölvun við akstur og fyrir að aka bifreiðinni sviptur ökuleyfi.
Dagbók lögreglunnar
Föstudagurinn 13. júní
Kl. 09:15 var tilkynnt um innbrot í skólaskipið Sæbjörgu í Grindavíkurhöfn. Úr skipinu var stolið sýningarvél. Innbrotið átti sér stað síðastliðna nótt.
Kl. 09:35 var tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða á Vatnsnesvegi í Keflavík við Básinn. Tvær bifreiðar lentu saman og þurfti að fjarlægja aðra þeirra af vettvangi með dráttarbifreið.
Kl. 09:43 var tilkynnt um þjófnað á 40 vörubrettum utan við skemmu á Hólamið gegnt Mánagrund. Þjófnaðurinn átti sér stað síðastliðna nótt.
Kl. 10:45 var tilkynnt um innbrot og þjófnað í verbúð fiskvinnslufyrirtækis í Grindavík. Ýmsum munum var stolið. Innbrotið átti sér stað síðastliðna nótt.
Kl. 13:00 var óskað eftir lögreglu að leikskólanum Sólborg í Sandgerði vegna elds sem hafði blossað upp í uppvöskunarvél. Starfsmenn leikskólans brugðust skjótt við og slökktu eldinn strax með eldvarnarteppi. Talsverður reykur barst um skólann og þurfti að senda leikskólabörnin heim.
Á dagvaktinni var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi. Mældur hraði 115 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Laugardagurinn 14. júní
6 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Þar sem hámarkshraði er 90 km mældist sá sem hraðast ók á 163 km hraða, einn á 150 km og annar á 145 km hraða Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á 85 km hraða á Hringbraut rétt utan við Keflavík, en þar er hámarkshraði 50 km.
Tvær tilkyningar bárust til lögreglu bifreiðar sem ekið hafi verði framúr hægra megin á vegaröxlinni á Reykjanesbraut Lögreglumenn ræddu við annan ökumanninn, en náðist ekki til hins.
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti og einn var kærður fyrir að tala í síma án handrfjáls búnaðar.
Einn ökumaður var kærður fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar og annar fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis.
Kl. 19:30 var tilkynnt um skemmdarverk á bifreiðum í porti við Framnesveg. Var búið að brjóta framrúður í þremur þeirra og tilraun gerð til að kveikja í framsæti einnar þeirra. Skömmu áður en skemmdanna varð vart sáust 4 til 5 piltar yfirgefa vettvanginn. Þeir hafa ekki fundist.
Kl. 20:46 var tilkynnt um skemmdarverk og þjófnað úr bifreið við Bakkastíg í Njarðvík. Hafði aftari hliðarrúða verið brotin og úr bifreiðinni stolið tveimur Piooner hátölurum og þurrkublöðunum.
Kl. 03:55 höfðu lögr.m. í eftirliti afskipti af 15 ára fyrir utan Kaffi Duus og var hann undir áhrifum áfengis. Honum var ekið heim og rætt við aðstandendur hans.
Kl. 06:06 stöðvuðu lögr.m. bifreið á Reykjanesbraut með tveimur mönnum og vaknaði grunur um fíkniefnamisferli þeirra. Voru þeir færðir á lögreglustöð ásamt bifreiðinni og við leit í bifreiðinni fannst hassmoli undir ökumannssæti. Hvorugur þeirra kannaðist við að eiga molann.
Sunnudagurinn 15. júní
Kl. 07:22 var tilkynnt um innbrot í bifreið á bifreiðastæði utan við Garðvang í Garði. Búið var að brjóta fremri hliðarrúðu og stela úr bifreiðinni golfmottu.
Kl. 12:50 var tilkynnt um skemmdarverk á bifreið á Valbraut í Garði. Búið var að brjóta rúðu í bifreiðinni.
Nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðarlagabrot. M.a. var um að ræða hraðakstur á Reykjanesbraut, mældur hraði 115 km þar sem hámarkshraði er 90 km, stöðvunarskyldubrot, notkun farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað og einn var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum .
Kl. 22:58 var tilkynnt um slys í Skrúðgarðinum við Reykjanesveg í Njarðvík. Þar hafði 13 ára drengur verið að æfa stökk yfir hóla á reiðhjóli og endastakkst hann á hjólinu. Hlaut hann meiðsli á öxl og var fluttur með sjúkrabifreið á HSS.
Mánudagur 16. júní
Kl. 14:20 var tilkynnt um að fiskiúrgangi og einni úldinni hnísu hafi verið hent á gamalt efnistökusvæði Gerðahrepps skammt sunnan við bæinn. Ekki er vitað hver þarna var að verki.
Kl. 14:39 barst tilkynning um að eftirvagn í dráttarvél hafi oltið á Njarðarbraut á móts við Hjallaveg. Þá dreyfðist mold um götuna og lokaðist gatan um tíma, meðan verið var að fjarlægja vagninn og moldina.
Kl. 18:12 var tilkynnt að ekið hafi verið á 4 ára stúlkubarn á Kirkjuteig í Keflavík. Barnið var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún hafði skrámast í andliti og brákuð á fæti.
Þriðjudagur 17. júní
Kl. 00:41 sleit lögreglan samkomu sem haldin var í leyfisleysi í félagsheimilinu Festi í Grindavík. Þar fór fram dansleikur sem láðst hafði að sækja um leyfi fyrir. Að auki þóttu þættir í framkvæmd skemmtanahaldsins ábótavant. Ekki lá fyrir hvort dyraverðir væru samþykktir af lögreglustjóra og sjóðsvél var ekki til staðar í miðasölu. Afar fáir voru komnir á skemmtunina sem haldin var af hljómsveitinni Ber.
Kl. 02:52 var ökumaður fólksbifreiðar grunaður um ölvun við akstur bifreiðar. Sá hafði ekið bifreið sinni á ljósastaur í Keflavík.
Kl. 05:02 var lögregla og sjúkralið kallað að skemmtistað í Keflavík en þar var ung kona sem kenndi til vanlíðan í kjölfar neyslu eiturlyfja. Konunni var komið undir læknishendur.
Þjóðhátíðardagshátíðahöld í umdæminu gengu mjög vel fyrir sig.
Kl. 20:19 var lögregla kölluð að bifreiðaplaninu við Aðalstöðina í Keflavík ( Hafnargötu 86 ) vegna líkamsárásar. Þar hafði piltur á fimmtánda aldursári orðið fyrir fólskulegri líkamsárás jafnaldra síns. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur undir læknishendur með áverka í andliti og á höfði.
Kl. 21:31 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka Garðveg á 114 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 km.
Miðvikudagur 18. júní 2003
Kl. 00:12 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka Reykjanesbraut á Vogastapa á 117 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 km.
Kl. 00:24 var ökumaður bifreiðar kærður fyrir að aka Njarðarbraut í Njarðvík á 81 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 50 km.
Kl. 01:26 stöðvuðu lögreglumenn akstur bifreiðar í Sandgerði. Ökumaður var í framhaldi kærður fyrir ölvun við akstur og fyrir að aka bifreiðinni sviptur ökuleyfi.