Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 12. apríl 2001 kl. 23:00

Erill hjá slökkviliði og sjúkraflutningsmönnum

Töluverður erill var hjá Brunavörnum Suðurnesja í síðustu viku, þó var rólegt um helgina. En útköll slökkviliðsins vegna bruna og sjúkraflutninga voru samtals 39, þar af fjögur bunaútköll.Annríkið byrjaði á þriðjudagskvöldið og frá kl. 20:00 til kl 20:00 á miðvikudagskvöld voru samtals 11 sjúkraflutningar og eitt brunaútkall. Flest útköll sjúkraflutninga voru tengd veikindum, misjafnlega alvarlegum og eitt slys vegan umferðaróhapps við gatnamótin við Fitjar. Ein kona var í bílnum og slasaðist hún ekki alvarlega. Þá fór slökkviliðið í fjögur brunaútköll í vikunni og í tveimur af þeim voru staðfestir eldar.
Tilkynnt var um töluveðan reyk leggja frá íbúð við Ásabraut, eins og áður hefur verið greint frá og aðfararnótt miðvikudagsins var slökkviliðið kallað út vegna elds í bíl sem stóð við hornið á Hafnargötu og Aðalgötu í Reykjanesbæ. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en töluvert tjón var á bifreiðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024