Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erill hjá lögreglunni á Suðurnesjum
Þriðjudagur 26. desember 2006 kl. 14:16

Erill hjá lögreglunni á Suðurnesjum

Fjórir karlmenn voru hendtaknir um kl. 03:00 í nótt í Keflavík vegna meints fíkniefnamisferlis en fíkniefni fundust í bifreið sem þeir voru í. Þeir voru færðir í fangageymslur og verða teknir til yfirheyrslu með morgninum. Um var að ræða fíkniefni í neyslumagni og ætlar lögreglan að mennirnir hafi haft efnin til eigin neyslu.

15 ára ökumaður var staðinn að akstri í Vogum í nótt. Með honum var 17 ára farþegi. Þeir voru báðir kærðir fyrir umferðarlagabrot. Sá yngri fyrir akstur án réttinda og sá eldri fyrir að fela þeim yngri aksturinn.

Í nótt var bifreið skemmd í vegkantinum á Hafnavegi rétt utan við Hafnir. Bifreiðin hafði staðið biluð þar síðan á Þorláksmessu. Búið var að brjóta rúður í bifreiðinni auk þess sem hurðir og vélarhlíf voru dælduð. Um er að ræða hvíta Toyota Corolla bifreið. Þeir sem geta gefið lögreglu upplýsingar um þetta skemmdarverk eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík.

Nokkuð var um að lögregla væri kölluð til vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum í nótt enda allir skemmtistaðir lokaðir.

 

 

Ljósmyndir frá Grindavík í nótt þar sem lögreglan vaktaði árlega jóladagsbrennu í Sólarvéi þeirra Grindvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024