Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erill hjá lögreglu í nótt
Mánudagur 2. ágúst 2004 kl. 10:17

Erill hjá lögreglu í nótt

Bílvelta varð við Fitjar um áttaleytið í morgun er ökumaður missti stjórn á bíl sínum. Ökumaður varð fyrir minniháttar meiðslum og var hann fluttur til skoðunar á slysadeild. Bíllinn er mikið skemmdur eftir veltuna.

Þá fékk lögregla tilkynningu um innbrot í verslunina Samhæfni í Reykjanesbæ um þrjúleytið. Þaðan var stolið fjórum stafrænum myndavélum. Nágranni tilkynnti um innbrotið en þjófarnir náðust ekki og er málið í rannsókn.

Töluverð ölvun var í Reykjanesbæ í nótt og gisti einn aðili fangageymslu lögreglu vegna ölvunar.

Laust fyrir kl. 04:00 var tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistaðinn Traffic í Reykjanesbæ. Reyndust þau afstaðin er lögreglu bar að garði.

Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur í nótt, annar á Sandgerðisvegi og hinn á Reykjanesbraut.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024