Erill hjá lögreglu í nótt
Nokkur erill var hjá lögreglunni í Keflavík síðla nætur vegna óláta bæði á skemmtistöðum Reykjanesbæjar og einnig í heimahúsum. Lögreglumenn stilltu til friðar en einn fékk að gista fangageymslur eftir atburði næturinnar.Hvort fall Keflavíkurliðsins í 1. deild í knattspyrnunni hefur þarna haft einhver áhrif á að uppúr sauð í nótt eftir viku rólegheit hjá lögreglu, skal ósagt látið.