Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Erill hjá lögreglu í gær
Þriðjudagur 9. maí 2006 kl. 09:24

Erill hjá lögreglu í gær

Lögreglan í Keflavík rannsakar nú þjófnað á gólfhellum við Reykjanesvirkjun, sem tilkynnt var um í gærmorgun. Þar hafði heilu brettu með 36 kössum af gólfhellum verið stolið um helgina.

Um hádegisbilið í gær var óskað eftir lögreglu og sjúkrabifreið að Bjarmalandi í Sandgerði. Þar hafði kona sem læsti sig úti, verið að klifra yfir trévegg á verönd hússins en misst jafnvægið svo hún féll niður á veröndina. Kenndi hún til eymsla í baki.

Um sama leyti var tilkynnt að ekið hafi verið utan í kyrrstæða bifreið við Sundmiðstöðina við Sunnubraut og um miðjan dagin var tilkynnt um þjófnað á bifreið af gerðinni Toyota Yaris. Skömmu áður en tilkynnt var um þjófnaðinn högðu lögreglumenn orðið varir við bifreiðina kyrrstæða og mannlausa á Grindavíkurvegi þar sem hún var bensínlaus. Bifreiðinni hafði verið stolið í kvöldinu áður í Keflavík.

Einn ökumaður var tekinn vegna gruns um ölvun við akstur á mánudagsmorgun og nokkuð var um hraðakstur og umferðarlagabrot.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024