Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erill hjá Keflavíkurlögreglunni
Sunnudagur 3. nóvember 2002 kl. 12:39

Erill hjá Keflavíkurlögreglunni

Nokkur erill var í nótt hjá lögreglunni í Keflavík vegna ölvunar og óspekta. Einn fékk að gista í fasngageymslum og öðrum þurfti að koma undir læknishendur með áverka í andliti. Þar þurfti að sauma nokkur sár og gefa plástur.Umferðaróhapp varð í gærkvöldi í Innri-Njarðvík þar sem ekið var aftan á kyrrstæða og mannlausa bifreið. Fjarlægja þurfti báða bílana með kranabíl og einn var fluttur til skoðunar á slysamóttöku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024