Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Erill hjá HSS vegna flensu
Þriðjudagur 25. janúar 2005 kl. 10:59

Erill hjá HSS vegna flensu

Nokkur erill hefur verið hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undanfarið vegna flensu og annarra sýkinga. Um þessar mundir er fjöldi sjúklinga á vakt heilsugæslunnar um 70 manns á dag að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunarinnar.

Flensan virðist vera skæðari í ár en áður og er fjöldi sjúklinga á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnseja mun meiri en í fyrra. Heilsugæslan er engu að síður vel í stakk búin til þess að takast á við þetta aukna álag sem vonandi er tímabundið. Læknamönnun er nú betri en í fyrra og því hefur HSS gengið nokkuð vel að sinna þessum mikla fjölda sem leitað hefur á heilsugæsluna.

www.hss.is
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024