Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erfitt að spá fyrir um framhald jarðskjálfta á Reykjanesskaganum
Jarðskjálftar síðustu tvo sólarhringa á Reykjanesskaganum. Skjáskot úr Skjálfta-Lísu Veðurstofunnar.
Mánudagur 26. október 2020 kl. 16:01

Erfitt að spá fyrir um framhald jarðskjálfta á Reykjanesskaganum

Verulega hefur dregið úr skjálftavirkninni á Reykjanesskaga síðustu daga. Um 180 skjálftar hafa mælst síðustu tvo sólarhringana og enginn skjálftanna hefur verið yfir 2,2 að stærð. Til samanburðar má nefna að fyrsta sólarhringinn eftir að skjálfti upp á 5,6 varð í Núpshlíðarháls mældust um 1700 skjálftar á svæðinu.

En eins og íbúar á Reykjanesskaganum þekkja þá hefur verið mikil skjálftavirkni á öllum skaganum þetta árið þar sem miðpunktur virkninnar hefur verið að færast á milli svæða. Þessi virkni er hluti af lengri atburðarás, en það er erfitt að spá fyrir um hvert framhaldið á henni verður, segir í færslu frá Veðurstofu Íslands á Facebook.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024