Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 12. nóvember 2002 kl. 15:06

Erfitt að manna vaktir

Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segir í samtali við DV í dag að starfsemi heilsugæslunnar gangi með því að vísa fólki frá: „Þetta gengur með því að vísa fólki frá. Róðurinn þyngist dag frá degi og þetta er orðið mjög erfitt,“ segir Sigrún. Tæpur hálfur mánuður er nú liðinn frá því að heilsugæslulæknar gengu út. Sigrún segir að það hafi bætt ástandið að einn heilsugæslulæknir er starfandi í Keflavík, Hreggviður Hermannsson og að barnalæknir hefði bætt við sig verkefnum. Sigrún segir að það hafi þurft að leita eftir aðstoð frá Liðsinni sem lánar út hjúkrunarfræðinga um tíma. Álagið á heilsugæslunni er mest frá klukkan 8 til 16 á daginn. Sigrún segir að engin stórvægileg neyðartilvik hefðu komið upp frá því læknarnir sögðu upp, en það yrði erfiðara með hverjum deginum sem líður að manna vaktirnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024