Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erfitt að koma orkuverkefnum áfram þó farið sé eftir leikreglum
Mánudagur 14. ágúst 2017 kl. 06:00

Erfitt að koma orkuverkefnum áfram þó farið sé eftir leikreglum

Vöntun á orku til gagnavera - segir forstjóri HS Orku

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir í viðtali við Viðskiptablaðið að það hafi verið þröngt um orku undanfarið þó svo að mikil uppbygging hafi verið undanfarin ár. Framleiðsluaukning hafi ekki verið í sama takti og verið lítil.

Ásgeir segir að það sé mikilvægt að hugsa fram í tímann. „Ef við ætlum að halda áfram að þjóna samfélaginu með jarðvarma og vatnsafli, þá taka þau verkefni alltaf mjög langan tíma í undirbúningi og framkvæmdum,“ segir Ásgeir. Hann segir að verkefnin taki á bilinu 10 til 15 ár og því þurfi að hugsa vel fram í tímann til að hafa tiltekið magn af orku til reiðu. „Þess vegna verðum við að vita í dag hvaðan rafmagnið á að koma sem við ætlum að nota árið 2030.“

Orkukverkefni í nýtingarflokki núna segir hann vera í þokkalegum farvegi. „Það er þannig að öll þessi verkefni eru unnin eftir þeim reglum sem samfélagið hefur sett, sem við köllum stundum í daglegu tali leikreglur lýðræðisins. Það er kannski búið að fara í gegnum umhverfismat og haldnir hafa verið kynningarfundir, sem fáir ef einhverjir mæta á. Síðan hefjast umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, gjarnan mótbárum, þegar búið er að fara í gegnum þetta lögboðna ferli. Þetta á jafnt við um orkuframleiðsluverkefni og orkuflutningsverkefni. Þetta er frekar þungt í vöfum og erfitt er að koma verkefnum áfram, en þau fara bara eftir leikreglum kerfisins,“ segir Ásgeir og bætir því við að enginn sé að fara að byggja álver á þessu landi. Kísiliðnaður sé í uppbyggingu en þau verkefni séu ekki öll búin að fá nægjanlega orku. Þá hafi að undanförnu verið vöntun á orku, til dæmis til gagnavera.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjanesvirkjun.