Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 9. júlí 2001 kl. 16:56

Erfiðlega gengur að fá kennara

Enn vantar 8-10 kennara til starfa við grunnskólana í Reykjanesbæ. Þá vantar einnig námsráðgjafa í 50% stöðu við hvern skóla. Í Grindavík vantar enn fimm almenna kennara, kennara í heimilisfræði, raungreinar og í hlutastarf í tónmennt.
Að sögn Gunnlaugs Dan, skólastjóra í grunnskólanum í Grindavík hefur ekki gengið nógu vel að fá kennara til starfa. Nú þegar hafa þrír nýjir kennarar verið ráðnir til starfa en enn vantar fimm kennara. Óvenjumargir kennarar létu af störfum við skólann í haust auk þess sem skipulagsbreytingar við skólann hafa haft þær breytingar í för með sér að aukinn fjöldi kennslustunda verður til ráðstöfunar. „Það er ljóst að nýir kjarasamningar hafa ekki haft þau áhrif að kennarar sem starfa við önnur störf flykkist til kennslustarfa, eins og sumir héldu“, segir Gunnlaugur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024