Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Erfið helgi að baki í „Hugsað um barn“
Þriðjudagur 1. mars 2005 kl. 18:27

Erfið helgi að baki í „Hugsað um barn“

Verkefnið „Hugsað um barn“, hefur vakið verðskuldaða athygli enda er þar beitt nýstárlegum og skemmtilegum aðferðum til að gera unglinga meðvitaða um afleiðingar óábyrgs kynlífs.

Krakkar í 8. bekk Holtaskóla fengu að kynnast barneignum um helgina þegar þau fóru heim með sérstaka dúkku sem forrituð er til þess að líkja eftir aðstæðum sem foreldrar ungra barna geta lent í.

Þessir hressu krakkar sögðu verkefnið hafa verið erfitt og jafnvel það erfitt að þau fengu lítinn svefn um nætur, en samt hafi það verið skemmtilegt.

Verkefninu er nýlokið og kom m.a. sjónvarpsfólk frá þættinum Óp á RÚV til að ræða við krakkana og Ólaf Gunnarsson frá ÓB Ráðgjöf.

Mynd/Þorgils Jónsson: Ólafur ásamt þátttakendum og Kristjáni Inga Gunnarssyni úr Ópinu
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024